Persónukjör hyglar körlum í sveitarstjórnarkosningum Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar á síðasta kjörtímabili hvar sátu sjö konur og fjórir karla. Fréttablaðið/GVA Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira