Mannekla veldur kvíða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður og kattavinur, segir stöðuna í manneklu heimahjúkrunar alvarlega fyrir fólk eins og hana. Fréttablaðið/Anton Brink Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira