Lögreglumaðurinn, sem var ekki á vakt, steig trylltan dans einn síns liðs á miðju gólfinu við góðar undirtektir bargesta. Þegar hann ætlaði að bæta um betur með heljarstökki vildi ekki betur til en svo að skammbyssa losnaði úr buxnastreng hans og féll á dansgólfið.
Fyrstu viðbrögð hans voru að grípa byssuna en þá var hann svo óheppinn að grípa einmitt í gikkinn með þeim afleiðingum að skot hljóp úr byssunni og hæfði einn bargestinn í fótlegginn. Sá var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlan var fjarlægð en reyndist hafa sloppið nokkuð vel.
Ekki er ljóst hvort alríkislögreglumaðurinn verður ámyntur eða jafnvel ákærður vegna málsins. Til allrar hamingju náðist þó myndband af atvikinu og gengur það eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla þessa stundina.
This @FBI agent was dancing at a Denver bar on Saturday night. Did a back flip, gun falls. He picks it up and a round is fired, hitting a man (he'll be ok.) @DenverPolice investigating. #9News pic.twitter.com/MwV1WpNzAQ
— Ryan Haarer (@RyanHaarer) June 3, 2018