Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2018 09:00 McKillop á hliðarlínunni með Davidson. vísir/getty Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira