Sporðaköst fara aftur í vinnslu eftir 20 ára hlé Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Eggert Skúlason fékk son sinn til að tattúvera á sig nafn sjónvarpsþáttanna þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að ráðast aftur í gerð þáttanna. „Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
„Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira