Óásættanleg bið vegna álags Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. „Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00
Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30