Óásættanleg bið vegna álags Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. „Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
„Eðli bráðastarfsemi er að það eru miklar sveiflur í henni og álag getur verið þannig að það er handagangur í öskjunni og þá er fólki forgangsraðað eftir bráðleika. Þá eru þeir teknir fyrst sem síst geta beðið en aðrir lent í að þurfa að bíða lengur en við teljum ásættanlegt,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um mikið álag á Hjartagáttinni sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Páll kveðst ekki tjá sig um einstaka mál en staðfestir, líkt og yfirlæknir Hjartagáttarinnar í samtali við Fréttablaðið í gær, að mál viðkomandi sjúklings sé til skoðunar innan Landspítalans. Líkt og greint hefur verið frá verður Hjartagáttin lokuð í fjórar vikur í júlí og bráðaþjónusta hennar færð yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.Sjá einnig: Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Páll fjallaði fyrir helgi um mikinn skort á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í forstjórapistli sínum og hvernig sumarið nú væri sérstaklega erfitt. En þarf ekki bara að fara að hækka launin hjá hjúkrunarfræðingum til að sækja aftur þá hjúkrunarfræðinga sem gefist hafa upp og fjölga þeim sem námið sækja? Páll segir vandann og lausnirnar margþættar eins og svo margt, starfsumhverfi, starfsaðstæður og vissulega launin. „Sem er verkefni ríkisins að leysa.“ Páll segir lokun Hjartagáttarinnar í sumar krísulausn til að komast í gegnum sumarið og allir voni að næsta sumar verði betra. „En til að svo verði þarf næga mönnun, sem er okkar stærsta áskorun.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00
Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Forstjóri Landspítalans segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. 4. júní 2018 20:30