„Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2018 20:30 Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. Hann hafi t.d. haldið uppi heraga á heimilinu, ekkert hafi mátt vera í sambandi, sjónvarpið mátti ekki vera of hátt stillt og börnin máttu ekki fá vini í heimsókn. vísir/getty Jenný Kristín Valberg, MA-nemi í kynjafræði og þolandi heimilisofbeldis af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, hélt erindi á málþinginu „Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda“ sem fór fram í dag. Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. Hann hafi t.d. haldið uppi heraga á heimilinu, ekkert hafi mátt vera í sambandi, sjónvarpið mátti ekki vera of hátt stillt og börnin máttu ekki fá vini í heimsókn. „Stjórnunin var hundrað prósent,“ sagði Jenný.Eftirköstin oft erfiðari en það sem á undan kom Jenný rakti sögu sína í dag frá deginum sem hún ákvað að fara frá manni sínum. Sá dagur hafi í raun markað upphafið að nýju lífi – það sem komi á eftir þessum vendipunkti sé þó oft erfiðara en það sem á undan sé gengið.Sjá einnig: „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Þegar Jenný ákvað loksins að fara hafði maðurinn tekið sérstaklega slæmt æðiskast. „Ég gat ekki hugsað fyrir hávaða,“ sagði Jenný en hún hringdi þá í föður sinn og sagði honum að nú væri hún farin. Hún hafi því vakið son sinn og dóttur og sagt þeim að pakka niður öllu sem þeim væri ekki sama um. „Það var svo skrýtið hvað þeim fannst þetta eðlilegt.“Enginn gerði tilraun til að stoppa hegðunina Eftir að Jenný pakkaði saman og fór byrjaði maðurinn að senda dóttur þeirra, sem þá var 12 ára, tölvupósta þar sem hann kenndi börnum Jennýar um skilnaðinn. „Hann var svo sturlaður að hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann væri að tala við barn,“ sagði Jenný. Hún lýsti því einnig hvernig maðurinn hafi reynt að sitja fyrir dóttur þeirra, sem var mjög hrædd við manninn, í skóla hennar og frístundum. Enginn hafi tekið undir hugmyndir Jennýar að gera tilraun til að stoppa hegðun mannsins á þessum tímapunkti.Sýnt var frá málþinginu í beinni útsendingu hér á Vísi.Vísir/VilhelmLeið til að þvinga fram samskipti Jenný sagði manninn jafnframt hafa haldið henni og börnum hennar í fjárhagslegum og tilfinningalegum heljargreipum með því að standa í vegi fyrir því að þau gætu náð í eigur sínar. „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna,“ sagði Jenný. Ógjörningur hafi verið að ná í manninn og ekki hafi verið hægt að fá hann til að ganga frá eignaskiptum eða skilnaðinum sjálfum. Á endanum hafi maðurinn haldið öllu eftir nema tveimur pönnum, örbylgjuofnum og eldhúsborði. „Ég var fyrst og fremst orðin þreytt,“ sagði Jenný. Þarna hafi maðurinn viðhaldið valdi sínu yfir fjölskyldunni. Fjárhagslega ofbeldið hafi auk þess verið leið mannsins til að þvinga fram samskipti við hana.Tvöfalt meðlag stjórnunartæki fyrir ofbeldismanninn „Þeir vilja fá samskipti,“ sagði Jenný og bætti við að lausnir sem kerfið bjóði upp á séu ekki fýsilegar. Hún hafi getað sótt um tvöfalt meðlag en það hefði þurft að sækja til manns sem beitti hana ofbeldi. „Kerfið býður upp á það að ég sæki um tvöfalt meðlag til að ég geti gefið ofbeldismanninum mínum tæki til að stjórna mér.“ Þá furðaði Jenný sig á því af hverju maðurinn, gerandinn, hafi ekkert verið látinn gera í sínum málum. Á sama tíma hafi hún hlúð að börnum sínum og fengið sálfræðiaðstoð fyrir þau vegna ofbeldisins. Kerfið líti hins vegar fram hjá aðstæðunum sem gerendurnir skapa. „Það þarf tvo til og ábyrgðin er að sjálfsögðu gerendanna, ekki þolendanna. MeToo Tengdar fréttir „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Jenný Kristín Valberg, MA-nemi í kynjafræði og þolandi heimilisofbeldis af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, hélt erindi á málþinginu „Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda“ sem fór fram í dag. Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. Hann hafi t.d. haldið uppi heraga á heimilinu, ekkert hafi mátt vera í sambandi, sjónvarpið mátti ekki vera of hátt stillt og börnin máttu ekki fá vini í heimsókn. „Stjórnunin var hundrað prósent,“ sagði Jenný.Eftirköstin oft erfiðari en það sem á undan kom Jenný rakti sögu sína í dag frá deginum sem hún ákvað að fara frá manni sínum. Sá dagur hafi í raun markað upphafið að nýju lífi – það sem komi á eftir þessum vendipunkti sé þó oft erfiðara en það sem á undan sé gengið.Sjá einnig: „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Þegar Jenný ákvað loksins að fara hafði maðurinn tekið sérstaklega slæmt æðiskast. „Ég gat ekki hugsað fyrir hávaða,“ sagði Jenný en hún hringdi þá í föður sinn og sagði honum að nú væri hún farin. Hún hafi því vakið son sinn og dóttur og sagt þeim að pakka niður öllu sem þeim væri ekki sama um. „Það var svo skrýtið hvað þeim fannst þetta eðlilegt.“Enginn gerði tilraun til að stoppa hegðunina Eftir að Jenný pakkaði saman og fór byrjaði maðurinn að senda dóttur þeirra, sem þá var 12 ára, tölvupósta þar sem hann kenndi börnum Jennýar um skilnaðinn. „Hann var svo sturlaður að hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann væri að tala við barn,“ sagði Jenný. Hún lýsti því einnig hvernig maðurinn hafi reynt að sitja fyrir dóttur þeirra, sem var mjög hrædd við manninn, í skóla hennar og frístundum. Enginn hafi tekið undir hugmyndir Jennýar að gera tilraun til að stoppa hegðun mannsins á þessum tímapunkti.Sýnt var frá málþinginu í beinni útsendingu hér á Vísi.Vísir/VilhelmLeið til að þvinga fram samskipti Jenný sagði manninn jafnframt hafa haldið henni og börnum hennar í fjárhagslegum og tilfinningalegum heljargreipum með því að standa í vegi fyrir því að þau gætu náð í eigur sínar. „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna,“ sagði Jenný. Ógjörningur hafi verið að ná í manninn og ekki hafi verið hægt að fá hann til að ganga frá eignaskiptum eða skilnaðinum sjálfum. Á endanum hafi maðurinn haldið öllu eftir nema tveimur pönnum, örbylgjuofnum og eldhúsborði. „Ég var fyrst og fremst orðin þreytt,“ sagði Jenný. Þarna hafi maðurinn viðhaldið valdi sínu yfir fjölskyldunni. Fjárhagslega ofbeldið hafi auk þess verið leið mannsins til að þvinga fram samskipti við hana.Tvöfalt meðlag stjórnunartæki fyrir ofbeldismanninn „Þeir vilja fá samskipti,“ sagði Jenný og bætti við að lausnir sem kerfið bjóði upp á séu ekki fýsilegar. Hún hafi getað sótt um tvöfalt meðlag en það hefði þurft að sækja til manns sem beitti hana ofbeldi. „Kerfið býður upp á það að ég sæki um tvöfalt meðlag til að ég geti gefið ofbeldismanninum mínum tæki til að stjórna mér.“ Þá furðaði Jenný sig á því af hverju maðurinn, gerandinn, hafi ekkert verið látinn gera í sínum málum. Á sama tíma hafi hún hlúð að börnum sínum og fengið sálfræðiaðstoð fyrir þau vegna ofbeldisins. Kerfið líti hins vegar fram hjá aðstæðunum sem gerendurnir skapa. „Það þarf tvo til og ábyrgðin er að sjálfsögðu gerendanna, ekki þolendanna.
MeToo Tengdar fréttir „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05