Vatn er tekið að leka úr Grímsvötnum í Vatnajökli. Ekki er von á stærra hlaupi en þau sem hafa verið síðustu ár að því er segir á vef Veðurstofu Íslands
Þar segir að vatnshæðarmælir við Gígjukvísl sýni ekki hækkun vatnsborðs eða rafleiðni en búast má við að breyting verði þar á morgun.
Í samtali við Vísi segir veðurfræðingur á Veðurstofunni að vísindamenn vakti nú svæðið en svo heppilega vildi til að þeir voru staddir á svæðinu við aðrar mælingar.
Vatn lekur úr Grímsvötnum
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
