Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Jónas Torfason skrifar 7. júní 2018 06:00 Freyja Haraldsdóttir segir að um fordóma sé að ræða. Vísir/Freyja Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja stefndi Barnaverndarstofu fyrir að hafa synjað henni leyfi til að gerast fósturforeldri. Segir í dómnum að ekki verði annað séð en að mat Barnaverndarstofu hafi verið reist á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum sem miði að því höfuðmarkmiði að gæta öryggis og réttinda fósturbarna, en að engin vægari úrræði en höfnun umsóknar hefðu verið tæk með góðu móti. „Þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði og augljóslega ekki niðurstaðan sem við vildum,“ segir Freyja í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð að því hvort til standi að áfrýja dómnum segir Freyja að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það.Sjá einnig: Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega „Fatlað fólk á að hafa fullan aðgang að réttlátri málsmeðferð. Við eigum rétt á friðhelgi frá fordómum sem ákveða fyrir fram að við séum vanhæf bara út frá því hvernig líkaminn okkar er eða lítur út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur einkennst af því að það er verið að ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf út af því hvernig líkama ég er í. Það er ekki einu sinni vilji til að kanna það frekar. Það eru augljóslega fordómar,“ segir Freyja. Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hefur áður komið að störfum með börnum. Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja búi í ágætum húsakynnum og við traustar fjölskylduaðstæður. Segir dómurinn að það liggi fyrir að heimilishald Freyju byggi á því að fjórar til sex aðstoðarkonur ganga vaktir, og að það myndi skapa óstöðugleika í tengslamyndun við barn og valda því að nokkur stofnanabragur yrði á umhverfinu. Einnig segir að slíkar aðstæður feli ekki í sér þann langtíma stöðugleika sem ber sérstaklega að stuðla að fyrir fósturbarn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. 6. júní 2018 19:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11
Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00