Nei, ekki ljósaperu! Fjalar Sigurðarson skrifar 7. júní 2018 07:00 Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sú árátta að skreyta umræðu um nýsköpun með mynd af glóperu, gömlu góðu ljósaperunni. Margt gefur tilefni til að endurskoða þessa klisju. Í fyrsta lagi þá þrengja klisjur að hugsun. Þegar seilst er eftir klisju sleppir fólk því að hugsa, situr fast í gömlu fari og missir af tækifæri til að fá nýjar og spennandi hugmyndir. Glóperan er aldargömul og er tákn um úrelta og orkufreka tækni á hraðri útleið. En meginástæðan fyrir því að glópera hentar illa sem tákn fyrir nýsköpun er að nýsköpun þarf alls ekki að vera uppfinning. Nýnæmið er oft fólgið í því að nota þekkta tækni eða hugmyndir á nýjan hátt. Með því að vitna ítrekað í glóperu Edisons er nýsköpun jafnað við uppfinningu, og það enga smá uppfinningu. Mark nýsköpunar er þannig sett svo hátt að samlíkingin gæti dregið kjark úr þeim sem ætla sér ekki endilega að gjörbylta lífsháttum margra kynslóða. Snjallt hugvitsfólk þarf ekki að bera sig saman við Edison eða aðra uppfinningamenn. Hagnýtar og snjallar lausnir koma í öllum stærðum og gerðum. Fyrsta skrefið er að móta hugmyndina og kynna sér skrefin sem þarf að stíga og í hvaða röð þarf að stíga þau.Heimsækið vefinn okkar Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is er mikið af hentugu efni til að kynna sér og fara í gegnum þegar unnið er með nýsköpun og nýjar hugmyndir. Auk upplýsinga eru þar sniðmát fyrir hugmyndavinnu og reiknilíkön fyrir rekstrar- og viðskiptaáætlanir. Fyrsta skref þitt sem frumkvöðull ætti að vera að heimsækja vefinn okkar www.nmi.is – og stíga fyrstu skrefin í að útfæra hugmyndina þína, hversu stór eða smá sem hún er. Útfærslan og nánari vinna er sú deigla sem mun skera úr um gildi hugmyndarinnar. Og hún þarf alls ekki að vera glópera.Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar