Auðlindin Ísland Þórey Anna Matthíasdóttir og Jakob S. Jónsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun