American Airlines hóf beint áætlunarflug milli Dallas og Keflavíkur í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 19:30 American Airlines mun fljúga frá Dallas til Keflavíkur daglega til 27. október. Vísir/American Airlines American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira