Segir mikinn missi vera að Bourdain Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 10:00 Anthony Bourdain gerði sjónvarpsþætti um framandi mat. Vísir/AP Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira