Fótboltaveislan Óttar Guðmundsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun