Þetta er pistill um fótbolta – eða hvað? Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh!
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun