Íslenskt lambakjöt verndað afurðaheiti í Evrópu Svavar Halldórsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Þann 1. maí tók gildi samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma verndun afurðaheita. Af því leiðir að íslenskar vörur sem njóta verndar samkvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, eru nú einnig verndaðar á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Noregur hefur gert sambærilegan samning. Á sama hátt eru evrópskar vörur sem eru undir sambærilegu regluverki Evrópusambandsins verndaðar hér og í Noregi. Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) er fyrsta og eina íslenska afurðaheitið sem er skráð og nýtur þar með þessarar sérstöku verndar samkvæmt íslensku lögunum bæði hér og í Evrópu. Ásamt notkun á heitinu fylgir heimild til að nota íslenska auðkennismerkið í markaðssetningu. Unnið er að skráningu á afurðaheitinu í kerfi Evrópusambandsins sem á endanum leiðir til þess að nota má sambærilegt evrópskt auðkennismerki á íslenskt lambakjöt. Tilgangur kerfisins er að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Vottanirnar geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Íslensku lögin taka mið af regluverki Evrópusambandsins en rúmlega 1.400 afurðir eru þegar skráðar í evrópska kerfinu og tæplega 200 aðrar eru í umsóknarferli. Þar má nefna nokkrar af frægustu matvörum Evrópu eins og Parmigiano Reggiano og Prosciutto Di Parma. Tilgangur skráningarinnar frá sjónarhóli bænda og framleiðenda er sá að auka verðmætasköpun, en rannsóknir sýna að neytendur eru tilbúnir að greiða talsvert hærra verð fyrir vottuðu afurðirnar en aðrar sambærilegar vörur. Tvær norskar afurðir eru nú þegar komnar með evrópska merkið. Samkvæmt upplýsingum frá Norðmönnum fæst nú mun hærra verð fyrir þær á mörkuðum í öðrum Evrópusambandsríkjum. Undirritaður óskar íslenskum bændum og neytendum til hamingju með að íslenskt lambakjöt sé nú verndað afurðaheiti í Evrópu.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar Icelandic lamb Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. maí tók gildi samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma verndun afurðaheita. Af því leiðir að íslenskar vörur sem njóta verndar samkvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, eru nú einnig verndaðar á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Noregur hefur gert sambærilegan samning. Á sama hátt eru evrópskar vörur sem eru undir sambærilegu regluverki Evrópusambandsins verndaðar hér og í Noregi. Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) er fyrsta og eina íslenska afurðaheitið sem er skráð og nýtur þar með þessarar sérstöku verndar samkvæmt íslensku lögunum bæði hér og í Evrópu. Ásamt notkun á heitinu fylgir heimild til að nota íslenska auðkennismerkið í markaðssetningu. Unnið er að skráningu á afurðaheitinu í kerfi Evrópusambandsins sem á endanum leiðir til þess að nota má sambærilegt evrópskt auðkennismerki á íslenskt lambakjöt. Tilgangur kerfisins er að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Vottanirnar geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Íslensku lögin taka mið af regluverki Evrópusambandsins en rúmlega 1.400 afurðir eru þegar skráðar í evrópska kerfinu og tæplega 200 aðrar eru í umsóknarferli. Þar má nefna nokkrar af frægustu matvörum Evrópu eins og Parmigiano Reggiano og Prosciutto Di Parma. Tilgangur skráningarinnar frá sjónarhóli bænda og framleiðenda er sá að auka verðmætasköpun, en rannsóknir sýna að neytendur eru tilbúnir að greiða talsvert hærra verð fyrir vottuðu afurðirnar en aðrar sambærilegar vörur. Tvær norskar afurðir eru nú þegar komnar með evrópska merkið. Samkvæmt upplýsingum frá Norðmönnum fæst nú mun hærra verð fyrir þær á mörkuðum í öðrum Evrópusambandsríkjum. Undirritaður óskar íslenskum bændum og neytendum til hamingju með að íslenskt lambakjöt sé nú verndað afurðaheiti í Evrópu.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar Icelandic lamb
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun