Konur, breytum heiminum saman Arna Hauksdóttir og Unnur Anna Valdimarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun