Konur, breytum heiminum saman Arna Hauksdóttir og Unnur Anna Valdimarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sameinast þúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánægju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Það er einstök gleði og bjartsýni sem fylgir því þegar kynslóðir kvenna – ömmur, mæður, dætur, systur, frænkur og vinkonur – sameinast á þessum skemmtilega degi. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa einmitt sýnt að hreyfing er ein grunnstoð heilsu og vellíðunar. Uppgötvanir í heilbrigðisvísindum skapa forsendur fyrir því að við getum bætt og lengt líf fólks. Meirihluta síðustu aldar var slagsíða í inntaki vísindarannsókna á karlbundna þætti heilsufars. Sú staðreynd leiddi til dæmis til þess að kvenbundin einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og það sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Það má einnig vera ljóst, ekki síst með tilkomu #metoo byltingar síðasta árs, að skuggahliðar tilveru kvenna eru kynbundið ofbeldi og önnur áföll sem þær upplifa, oft snemma á lífsleiðinni.Unnur Anna ValdimarsdóttirAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að sennilega verði þriðjungur kvenna fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi á lífsleiðinni. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi gefa til kynna að þetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Þá eru ótalin önnur áföll á borð við ástvinamissi, erfiða fæðingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnaði. Þó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um að ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bæði sálræna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Við þurfum vísindarannsóknir til þess að lyfta grettistaki í þekkingarsköpun og þar með forvörnum á þessu sviði. Við þurfum að skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig við komum í veg fyrir að þolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar þeirra. Við þurfum sterka vísindalega þekkingu til að breyta heiminum. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að bæta verulega þekkingu á þessu sviði. Nú á vormánuðum hefur staðið yfir þjóðarátak þar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til boða að taka þátt í rannsókninni með því að svara spurningalista á netinu. Þúsundir kvenna hafa nú þegar lagt okkur lið með þátttöku sinni og þannig lagt mikilvægt lóð á vogaskálarnar að bættri þekkingu fyrir komandi kynslóðir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og við hvetjum allar konur, óháð fyrri sögu um áföll, að kynna sér málið á www.afallasaga.is eða staldra við upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn. Með samstilltu átaki getum við konur breytt heiminum – gleðilegt Kvennahlaup!Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun