Leynilegar friðarviðræður í Afganistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 08:37 Fjöldi hermanna, jafnt í afganska stjórnarhernum sem og úr röðum talíbana, hafa fallið í átökum að undanförnu. Vísir/epa Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45
Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00
Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21