Starfsmennirnir með kettlinga sem leyndust undir broti úr veggnum sem hafði fallið á gufulögnina.veitur
Starfsmenn Veitna sem voru við störf við gamla gufulögn í Reykjavík á dögunum fundu þrjá kettlinga undir broti úr gömlum vegg sem hafði fallið á lögnina.
Myndir af starfsmönnunum og kettlingunum þremur eru birtar á Facebook-síðu Veitna en þar segir að kisa hafi fengið kærkominn yl til að gjóta í friði við gömlu gufulögnina.
Þá eru allar kisurnar í góðu standi og var þeim komið fyrir á öruggum stað.