Hlustum á eldra fólk! Raunhæfar aðgerðir til að bæta lífsgæði aldraðra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2018 15:29 Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun