Aðalstjórn Leiknis og Kristófer Sigurgeirsson hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Kristófer hefur verið þjálfari meistaraflokks Leiknis frá árinu 2016. Leiknir situr með 0 stig í 12. og neðsta sæti Inkasso-deildarinnar eftir þrjár umferðir.
Undir stjórn Kristófers endaði Leiknir í 5. sæti Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð, auk þess að fara í undanúrslit bikarsins.
Næsti leikur Leiknis er gegn nágrönnum þeirra í ÍR á fimmtudaginn. Ekki hefur verið tilkynnt hver stýrir liðinu í þeim leik.
Yfirlýsing aðalstjórnar Leiknis:
Aðalstjórn Leiknis R. og Kristófer Sigurgeirsson þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um starfslok Kristófers
Aðalstjórn þakkar Kristófer kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Aðalstjórn Leiknis R.
Kristófer hættir sem þjálfari Leiknis
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn