Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:30 Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. vísir/afp Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018 Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu sex landa; Argentínu, Kanada, Ástralíu, Mexíkó, Síle og Bandaríkjanna, segir að löndin viðurkenni ekki niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela í gær. Niculas Maduro var í gær kjörinn forseti Venesúela en hann hlaut 67,7% atkvæða á móti andstæðingi sínum Henri Falcon sem hlaut 21,1% atkvæða. Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framkvæmd kosninganna og einræðistilburði Maduros, sem tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 af Hugo Chaves. Meginandstæðingar Maduros voru ýmist fangelsaðir eða þeim bannað að bjóða sig fram. Af þessum sökum vildi stjórnarandstaðan að kosningarnar yrðu sniðgengnar þannig að grafið yrði undan valdi Maduros. Stjórnarandstaðan reyndist ekki vera samstíga því að einn úr hópi stjórnarandstöðunnar Henri Falcon bauð sig fram og var eini raunverulegi andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir voru stjórnarandstöðuliðar og andstæðingar Maduros verulega óánægð með málalyktir.Blaðasali í Venesúela við hliðina á dagblöðums sem sýna úrslit kosninganna. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd kosninganna og segja kosningarnar vera ólögmætar.vísir/afpStigvaxandi þrýstingur frá alþjóðasamfélaginuÞað er ekki aðeins innan Venesúela sem framkvæmd kosninganna er gagnrýnd. Ríkin sex, sem fyrr segir, hafa stigið fram og neitað að viðurkenna úrslit kosninganna. Jorge Faurie, Utanríkisráðherra Argentínu, sagði að í ljósi þess að Maduro hafi útilokað andstæðinga sína frá þátttöku í því sem hefði átt að vera lýðræðislegar kosningar væri ekki hægt að viðurkenna úrslit þeirra. Framkvæmdin hafi ekki verið með lögmætum hætti. Þetta hefur Reuters eftir Faurie. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi kosningarnar og skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter. „Kosningarnar í Venesúela voru sviðsettar. Bandaríkin tekur afstöðu gegn einræði og með fólkinu í Venesúela sem kallar eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum“ Í minniháttar mótmælum komu um þrjátíu andstæðingar Maduros sér fyrir á hraðbraut og hrópuðu „Þetta voru skrípalæti – ekki kosningar“.Venezuela's election was a sham. America stands AGAINST dictatorship and WITH the people of Venezuela calling for free and fair elections. @POTUS has taken strong action on Venezuela and there's more to come… The U.S. will not sit idly by as Venezuela crumbles. #FreeVenezuela— Vice President Mike Pence (@VP) May 21, 2018
Venesúela Tengdar fréttir Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50