1.100 milljarðar skipta máli Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun