1.100 milljarðar skipta máli Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar