Ekki hægt að „hoppa“ með Air Iceland Connect eftir 31. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2018 15:15 Vél Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Anton Flugfélagið Air Iceland Connect hyggst hætta að bjóða upp á svokölluð hoppfargjöld, ódýran valkost í innanlandsflugi fyrir unga farþega. Nokkurrar óánægju gætir meðal ungs fólks, sérstaklega á landsbyggðinni, með ákvörðunina. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir breytingu hafa orðið á framboði fargjalda þannig að hoppið sé ekki lengur ódýrast. Því verði ungu fólki boðin önnur úrræði. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem fer með nær allt innanlandsflug hér á landi, kemur fram að ekki verði í boði að hoppa eftir 31. maí næstkomandi. Með hoppfargjöldum geta farþegar á aldrinum 12-25 ára skráð sig á biðlista fyrir tiltekið flug og fengið sæti ef laust er með fluginu. Hoppfargjald er ódýrara en almennt gjald, oftast í kringum 10 þúsund krónur, og því hagkvæmur kostur fyrir unga farþega.Air Iceland Connect hyggst leggja niður hoppfargjöld þann frá og með 1. júní næstkomandi.Skjáskot/Air Iceland ConnectSegir hoppið ekki lengur ódýrast Vísir sendi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, skriflega fyrirspurn vegna málsins í dag. Árni var meðal annars spurður að því af hverju ákveðið var að hætta með hoppið en í svari hans við þeirri spurningu kom fram að hoppfargjöld væru ekki lengur hagkvæmasti valkosturinn. „Það hefur orðið breyting á framboði fargjalda þannig að nú er Hopp-fargjald ekki lengur ódýrasta fargjaldið heldur bjóðum við fargjöld nú allt niður í 6.900.- á staðfestu fargjaldi og því er það betri valkostur fyrir farþega í mörgum tilfellum,“ segir Árni.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Almennu fargjöldin góð ef keypt er með fyrirvara Á vefsíðu Air Iceland Connect er vísað í aðra valkosti með tilkynningu um afnám hoppsins. Viðskiptavinum er bent á svokölluð „Létt fargjöld“ annars vegar og „Flugfélaga“ hins vegar en hið síðarnefnda er auglýst fyrir 12-20 ára. Í því felst að keyptir eru sex flugleggir í einu á 59400 krónur. Aðspurður hvort flugfélagið muni bjóða upp á ný úrræði fyrir ungt fólk sem hefur ekki efni á hefðbundnum fargjöldum segir Árni að svo sé. Félagið bjóði upp á mjög góð, almenn fargjöld ef farþegar kaupa með fyrirvara og nefnir auk þess áðurnefnda Flugfélaga. Í þeim séu falin sveigjanleg fargjöld - farþegar sem kjósi þann valkost fái staðfest sæti og því sé það ekki bundið óvissu hvort þeir komist í flug. Þá sé verð í gegnum Flugfélaga sambærilegt og á hoppfargjaldi auk þess sem efri aldurstakmörk Flugfélaga munu hækka úr 20 ára í 25 ára frá og með 1. júní, þ.e. eftir að hoppið er lagt niður. Aðspurður segir Árni að Air Iceland Connect hafi borist spurningar vegna áðurnefndra breytinga. Hann segir félagið fylgast vel með upplifun farþega af þjónustunni og leggi sig fram við að koma upplýsingum um breytingarnar á framfæri við viðskiptavini sína.Hoppið hagsmunamál fyrir ungt fólk á landsbyggðinni Arnheiður Steinþórsdóttir, 24 ára sagnfræðinemi, er uppalin á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur þegar hún hóf nám við Háskóla Íslands. Hún segist vonsvikin yfir því að hoppið verði afnumið enda sé valkosturinn mikið hagsmunamál fyrir ungt fólk af landsbyggðinni sem þarf að sækja sér háskólanám í öðrum landshlutum. „Það er mikilvægt að hafa greiðan aðgang að því að sækja fjölskyldu sína heim í fríum og ef eitthvað kemur upp á. Hoppið hefur reynst fátækum námsmönnum af landsbyggðinni mjög vel í gegnum tíðina og það yrði sorglegt að missa þennan valmöguleika. Sjálf hef ég eflaust tekið flugið mun oftar en ég hefði gert ef hann hefði ekki staðið mér til boða,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir auk þess óvíst hvort að hin úrræði flugfélagsins leysi hoppið almennilega af hólmi. Hún segir t.d. afar óhentugt að farþegar sem nýta sér Flugfélagapakkann þurfi að bóka flug með viku fyrirvara. Léttu fargjöldin henti svo vissulega ágætlega en þar sé erfitt að fá flug á hoppkjörum með skömmum fyrirvara auk þess sem borga þurfi sérstaklega fyrir tösku, sem var innifalin í hoppinu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Flugfélagið Air Iceland Connect hyggst hætta að bjóða upp á svokölluð hoppfargjöld, ódýran valkost í innanlandsflugi fyrir unga farþega. Nokkurrar óánægju gætir meðal ungs fólks, sérstaklega á landsbyggðinni, með ákvörðunina. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir breytingu hafa orðið á framboði fargjalda þannig að hoppið sé ekki lengur ódýrast. Því verði ungu fólki boðin önnur úrræði. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem fer með nær allt innanlandsflug hér á landi, kemur fram að ekki verði í boði að hoppa eftir 31. maí næstkomandi. Með hoppfargjöldum geta farþegar á aldrinum 12-25 ára skráð sig á biðlista fyrir tiltekið flug og fengið sæti ef laust er með fluginu. Hoppfargjald er ódýrara en almennt gjald, oftast í kringum 10 þúsund krónur, og því hagkvæmur kostur fyrir unga farþega.Air Iceland Connect hyggst leggja niður hoppfargjöld þann frá og með 1. júní næstkomandi.Skjáskot/Air Iceland ConnectSegir hoppið ekki lengur ódýrast Vísir sendi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, skriflega fyrirspurn vegna málsins í dag. Árni var meðal annars spurður að því af hverju ákveðið var að hætta með hoppið en í svari hans við þeirri spurningu kom fram að hoppfargjöld væru ekki lengur hagkvæmasti valkosturinn. „Það hefur orðið breyting á framboði fargjalda þannig að nú er Hopp-fargjald ekki lengur ódýrasta fargjaldið heldur bjóðum við fargjöld nú allt niður í 6.900.- á staðfestu fargjaldi og því er það betri valkostur fyrir farþega í mörgum tilfellum,“ segir Árni.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Almennu fargjöldin góð ef keypt er með fyrirvara Á vefsíðu Air Iceland Connect er vísað í aðra valkosti með tilkynningu um afnám hoppsins. Viðskiptavinum er bent á svokölluð „Létt fargjöld“ annars vegar og „Flugfélaga“ hins vegar en hið síðarnefnda er auglýst fyrir 12-20 ára. Í því felst að keyptir eru sex flugleggir í einu á 59400 krónur. Aðspurður hvort flugfélagið muni bjóða upp á ný úrræði fyrir ungt fólk sem hefur ekki efni á hefðbundnum fargjöldum segir Árni að svo sé. Félagið bjóði upp á mjög góð, almenn fargjöld ef farþegar kaupa með fyrirvara og nefnir auk þess áðurnefnda Flugfélaga. Í þeim séu falin sveigjanleg fargjöld - farþegar sem kjósi þann valkost fái staðfest sæti og því sé það ekki bundið óvissu hvort þeir komist í flug. Þá sé verð í gegnum Flugfélaga sambærilegt og á hoppfargjaldi auk þess sem efri aldurstakmörk Flugfélaga munu hækka úr 20 ára í 25 ára frá og með 1. júní, þ.e. eftir að hoppið er lagt niður. Aðspurður segir Árni að Air Iceland Connect hafi borist spurningar vegna áðurnefndra breytinga. Hann segir félagið fylgast vel með upplifun farþega af þjónustunni og leggi sig fram við að koma upplýsingum um breytingarnar á framfæri við viðskiptavini sína.Hoppið hagsmunamál fyrir ungt fólk á landsbyggðinni Arnheiður Steinþórsdóttir, 24 ára sagnfræðinemi, er uppalin á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur þegar hún hóf nám við Háskóla Íslands. Hún segist vonsvikin yfir því að hoppið verði afnumið enda sé valkosturinn mikið hagsmunamál fyrir ungt fólk af landsbyggðinni sem þarf að sækja sér háskólanám í öðrum landshlutum. „Það er mikilvægt að hafa greiðan aðgang að því að sækja fjölskyldu sína heim í fríum og ef eitthvað kemur upp á. Hoppið hefur reynst fátækum námsmönnum af landsbyggðinni mjög vel í gegnum tíðina og það yrði sorglegt að missa þennan valmöguleika. Sjálf hef ég eflaust tekið flugið mun oftar en ég hefði gert ef hann hefði ekki staðið mér til boða,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir auk þess óvíst hvort að hin úrræði flugfélagsins leysi hoppið almennilega af hólmi. Hún segir t.d. afar óhentugt að farþegar sem nýta sér Flugfélagapakkann þurfi að bóka flug með viku fyrirvara. Léttu fargjöldin henti svo vissulega ágætlega en þar sé erfitt að fá flug á hoppkjörum með skömmum fyrirvara auk þess sem borga þurfi sérstaklega fyrir tösku, sem var innifalin í hoppinu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00