Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, við nýju flugvélina. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Sjá meira
Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf