Trump meinað að útiloka gagnrýnisraddir á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 23:30 Donald Trump er afar virkur á Twitter. Vísir/Getty Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning. Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning.
Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira