Tómas tungulipri Birna Lárusdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun