Rökin brostin Hörður Ægisson skrifar 25. maí 2018 10:00 Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun