Rökin brostin Hörður Ægisson skrifar 25. maí 2018 10:00 Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun