Framtíðin felst í menntun – líka í tónlistarleikhúsi Gunnar Guðbjörnsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun