Rockets var þá að spila oddaleik við meistara Golden State Warriors um hvort liðið kæmist í úrslitarimmu deildarinnar gegn Cleveland Cavaliers.
Liðið hitti vel til að byrja með en svo kom þessi hrikalega 27 skota hrina þar sem boltinn vildi ekki ofan í körfuna. Þeir köstuðu eintómum múrsteinum upp í loftið. Þetta eru menn sem eru með milljónir á mánuði og æfa að kasta boltanum í körfuna marga klukkutíma á dag. Ævintýralegt.
Houston endaði á því að taka 44 þriggja stiga skot í leiknum og aðeins sjö fóru ofan í. Það gerir um 16 prósenta skotnýting fyrir utan línuna.
Múrsteinahleðsluna ógurlega má sjá hér að neðan.
Here's what 27 consecutive missed threes looks like.
It's the most by one team in a playoff game in NBA History. pic.twitter.com/RI85mzw5pe
— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2018