Spennandi tækifæri Starri Freyr Jónsson skrifar 10. maí 2018 15:15 Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir. Leifur Wilberg Fyrr í vetur tóku nokkrir nemendur fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni og alþjóðlegri hönnunarkeppni á vegum hins virta Cristóbal Balenciaga safns á Spáni sem heitir í höfuðið á hinum þekkta spænska hönnuði og stofnanda tískuhússins Balencia. Tveimur nemendanna, Sólveigu Dóru Hafsteinsdóttur og Noreu Persdotter Wallstrom, var nýlega tilkynnt að þær hefðu verið valdar til að sýna verk sín á sérstakri sýningu í Balenciaga safninu um miðjan júní ásamt tólf öðrum vinningshöfum frá nokkrum ólíkum listaháskólum víða um heim.Mikil upphefð Sólveig segir valið töluverða upphefð fyrir þær enda tóku nemendur úr mörgum þekktum skólum á sviði fatahönnunar þátt, m.a. Central Saint Martins í London, The Royal Danish Academy of Fine Arts í Kaupmannahöfn, Design and Arts í Ísrael, Seika Kyoto University í Japan og Parsons the New School of Design í New York. „Upphafið má rekja til þess að í lok annars árs var bekknum boðið að taka þátt í keppninni fyrir hönd Listaháskólans. Okkur þótti þetta auðvitað mjög spennandi og virkilega gott tækifæri og þáðum það með þökkum. Við fengum sjö vikur í byrjun þriðja árs til að vinna að verkefninu sem var bæði krefjandi og skemmtilegt.“Norea Persdotter Wallstrom.Sýna nokkrar flíkur Fimm nemendur úr bekknum tóku þátt og sendu möppur sínar út til Spánar sem útskýrðu og sýndu ferli hvers og eins nemanda, lokaútkomu og lokaljósmyndir. Verkefnið ber titilinn „The Revolution of the Silhouette“ og fengu allir skólarnir sjö vikur til að hanna og sauma eitt sett að sögn Noreu. „Hvert sett átti að nýta fagurfræði eða aðferðir Cristobal Balenciaga sem innblástur. Við hönnuðum þrjár flíkur hvor í sett og hlökkum við mikið til að sjá þær á sýningunni í sumar ásamt hinum verkunum. Einnig verður gaman að kynnast hinum nemendunum og mynda tengsl við þá og skólana þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Fyrr í vetur tóku nokkrir nemendur fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni og alþjóðlegri hönnunarkeppni á vegum hins virta Cristóbal Balenciaga safns á Spáni sem heitir í höfuðið á hinum þekkta spænska hönnuði og stofnanda tískuhússins Balencia. Tveimur nemendanna, Sólveigu Dóru Hafsteinsdóttur og Noreu Persdotter Wallstrom, var nýlega tilkynnt að þær hefðu verið valdar til að sýna verk sín á sérstakri sýningu í Balenciaga safninu um miðjan júní ásamt tólf öðrum vinningshöfum frá nokkrum ólíkum listaháskólum víða um heim.Mikil upphefð Sólveig segir valið töluverða upphefð fyrir þær enda tóku nemendur úr mörgum þekktum skólum á sviði fatahönnunar þátt, m.a. Central Saint Martins í London, The Royal Danish Academy of Fine Arts í Kaupmannahöfn, Design and Arts í Ísrael, Seika Kyoto University í Japan og Parsons the New School of Design í New York. „Upphafið má rekja til þess að í lok annars árs var bekknum boðið að taka þátt í keppninni fyrir hönd Listaháskólans. Okkur þótti þetta auðvitað mjög spennandi og virkilega gott tækifæri og þáðum það með þökkum. Við fengum sjö vikur í byrjun þriðja árs til að vinna að verkefninu sem var bæði krefjandi og skemmtilegt.“Norea Persdotter Wallstrom.Sýna nokkrar flíkur Fimm nemendur úr bekknum tóku þátt og sendu möppur sínar út til Spánar sem útskýrðu og sýndu ferli hvers og eins nemanda, lokaútkomu og lokaljósmyndir. Verkefnið ber titilinn „The Revolution of the Silhouette“ og fengu allir skólarnir sjö vikur til að hanna og sauma eitt sett að sögn Noreu. „Hvert sett átti að nýta fagurfræði eða aðferðir Cristobal Balenciaga sem innblástur. Við hönnuðum þrjár flíkur hvor í sett og hlökkum við mikið til að sjá þær á sýningunni í sumar ásamt hinum verkunum. Einnig verður gaman að kynnast hinum nemendunum og mynda tengsl við þá og skólana þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira