Þórarinn Ingi: Mun alltaf sýna FH virðingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2018 08:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson, 28 ára gamall Eyjamaður, gekk í gær í raðir Stjörnunnar frá FH en Hafnafjarðarliðið seldi hann til Garðbæinga. Þórarinn var þrjú ár í FH og vann tvo Íslandsmeistaratitla með félaginu en hann virtist ekki líklegur til þess að spila mikið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar hjá FH. „Ég var ekki að spila en það vilja allir fá að spila. Eftir samtal við mína menn hinum megin var það ákveðið að ég mætti líta í kringum mig,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Ég átti þrjú góð ár í FH og vann tvo titla. Ég á því mikið að þakka á mínum fótboltaferli og mun alltaf sýna FH virðingu þó stutt sé á milli liðanna og allt það.“ Stjörnumenn eru í miklum meiðslavandræðum þessa dagana og hafa aðeins innbyrt eitt stig í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar eftir tvo heimaleiki. „Eftir að tala við Stjörnuna í gær tel ég þetta fullkomið skref fyrir mig, sérstaklega að hjálpa þeim í þessum meiðslum sem liðið glímir við,“ sagði Þórarinn. „Ég kem með pínu kraft sem kannski hefur vantað til þess að við förum að ná í þessi stig sem við teljum að eiga heima hér í Garðabænum,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þórarinn Ingi í Stjörnuna Þórarinn Ingi Valdimarsson gekk í dag í raðir Stjörnunnar úr FH. 10. maí 2018 12:25 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson, 28 ára gamall Eyjamaður, gekk í gær í raðir Stjörnunnar frá FH en Hafnafjarðarliðið seldi hann til Garðbæinga. Þórarinn var þrjú ár í FH og vann tvo Íslandsmeistaratitla með félaginu en hann virtist ekki líklegur til þess að spila mikið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar hjá FH. „Ég var ekki að spila en það vilja allir fá að spila. Eftir samtal við mína menn hinum megin var það ákveðið að ég mætti líta í kringum mig,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Ég átti þrjú góð ár í FH og vann tvo titla. Ég á því mikið að þakka á mínum fótboltaferli og mun alltaf sýna FH virðingu þó stutt sé á milli liðanna og allt það.“ Stjörnumenn eru í miklum meiðslavandræðum þessa dagana og hafa aðeins innbyrt eitt stig í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar eftir tvo heimaleiki. „Eftir að tala við Stjörnuna í gær tel ég þetta fullkomið skref fyrir mig, sérstaklega að hjálpa þeim í þessum meiðslum sem liðið glímir við,“ sagði Þórarinn. „Ég kem með pínu kraft sem kannski hefur vantað til þess að við förum að ná í þessi stig sem við teljum að eiga heima hér í Garðabænum,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þórarinn Ingi í Stjörnuna Þórarinn Ingi Valdimarsson gekk í dag í raðir Stjörnunnar úr FH. 10. maí 2018 12:25 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Þórarinn Ingi í Stjörnuna Þórarinn Ingi Valdimarsson gekk í dag í raðir Stjörnunnar úr FH. 10. maí 2018 12:25