Martin boðinn stór samningur í sumar │ „Draumurinn að spila í NBA“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. maí 2018 14:30 Martin ber upp boltann fyrir Chalon-Reims í leik í Frakklandi en hann hefur verið einn albesti leikmaður liðsins á sínu fyrsta ári í efstu deild. Hafa stærri lið sýnt honum áhuga en hann verður samningslaus í sumar. vísir/getty Martin Hermannsson hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í liði Chalons-Reims. Landsliðsmaðurinn var í ítarlegu viðtali við franska miðilinn BeBasket þar sem hann ræddi tímabilið, framtíðina og íslenska landsliðið. Frammistaða Martins hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með körfuboltaheiminum og er hann eftisóttur um alla Evrópu, ef marka má franska miðilinn, og vildi Avellino, topp lið á Ítalíu, fá hann til sín fyrir úrslitakeppnina. „Ef ég horfi á tímabilið út frá mér persónulega þá finnst mér ég hafa skilað mínu. Ég mætti öllum þeim væntingum sem voru gerðar til mín. Liðið í heild er aðeins vonsvikið með tímabilið því við vildum ná í úrslitakeppninni,“ sagði Martin. Vesturbæingurinn, sem varð Íslandsmeistari með KR aðeins 19 ára gamall, er á sínu öðru atvinnumannatímabili en hann var í frönsku B-deildinni á síðasta ári. „Ég var með mikið sjálfstraust þegar ég kom upp í úrvalsdeildina, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn nokkrum af bestu leikmönnum heims á Eurobasket [í Finnlandi haustið 2017]. Fyrst ég gat veitt þeim samkeppni þar þá gat ég spilað hvar sem er. Ég vildi sanna að ég gæti spilað í frönsku úrvalsdeildinni og ég held ég hafi gert það.“ „Chalons-Reims var gott skref fyrir ferilinn minn, frekar en að fara í betra lið og verða fastur á bekknum eftir einn eða tvo slæma leiki.“ „Þrátt fyrir að vera enn ungur þá vildi ég sanna mig sem leiðtogi. Ég ólst upp í því hlutverki, gat alltaf skorað og deilt boltanum út á liðsfélagana. Vopnabúrið mitt er nokkuð fullkomnað í sókninni en ég þarf að vinna meira í varnarleiknum. Ég er sannfærður um að ég geti orðið góður varnarmaður.“ En hvert stefnir þessi frábæri landsliðsmaður? „Ég vil spila í EuroLeague og berjast um titla. Mér finnst eins og ég sé búinn með reynslutímann og vil taka næsta skref. Ég væri til í að fara í betri deild eða stærra félag með meiri pressu, einhvert þar sem það er krafa að komast í úrstliakeppni. Draumurinn er að spila í úrslitum EuroLeague og svo þaðan í NBA, eins og hjá öllum körfuboltamönnum.“ Talið barst undir lokin í átt að íslenska landsliðinu. Eftir að ná inn á EuroBasket tvö ár í röð er Ísland aðeins að koma sér á kortið og sigrarnir tveir í undankeppni HM í lok síðasta árs gáfu liðinu mikið. „Við erum alltaf að fá meiri virðingu. Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum á Íslandi sem gætu náð langt. Eftir EM í fótbolta 2016 fóru allir að tala um Ísland. Nú tekur fólk víkingaklappið hvert sem ég fer. Ég veit ekki hvort það hafi hjálpað íslenskum körfubolta en fólk veit allavega hvar Ísland er.“ „Það er erfitt að fara á EuroBasket og vinna ekki leik í keppninni. Það er sárt, en við munum halda áfram. Ég ætla að vinna leik á EuroBasket áður en ég hætti,“ sagði Martin Hermannsson. Viðtalið endaði á því að þjálfari Martins, Cedric Heitz, var spurður um álit á leikmanninum. Þar sagði hann að félagið myndi gera sitt allt fyrir Martin og bjóða honum stærsta samning í sögu félagsins í sumar, en samningur Martins rennur út í sumar. Körfubolti Tengdar fréttir Martin maður leiksins í dramatískum sigri Martin Hermannsson var valinn maður leiksins er Châlons-Reims vann þriggja stiga sigur, 87-84, á Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 12. maí 2018 20:18 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Martin Hermannsson hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í liði Chalons-Reims. Landsliðsmaðurinn var í ítarlegu viðtali við franska miðilinn BeBasket þar sem hann ræddi tímabilið, framtíðina og íslenska landsliðið. Frammistaða Martins hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með körfuboltaheiminum og er hann eftisóttur um alla Evrópu, ef marka má franska miðilinn, og vildi Avellino, topp lið á Ítalíu, fá hann til sín fyrir úrslitakeppnina. „Ef ég horfi á tímabilið út frá mér persónulega þá finnst mér ég hafa skilað mínu. Ég mætti öllum þeim væntingum sem voru gerðar til mín. Liðið í heild er aðeins vonsvikið með tímabilið því við vildum ná í úrslitakeppninni,“ sagði Martin. Vesturbæingurinn, sem varð Íslandsmeistari með KR aðeins 19 ára gamall, er á sínu öðru atvinnumannatímabili en hann var í frönsku B-deildinni á síðasta ári. „Ég var með mikið sjálfstraust þegar ég kom upp í úrvalsdeildina, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn nokkrum af bestu leikmönnum heims á Eurobasket [í Finnlandi haustið 2017]. Fyrst ég gat veitt þeim samkeppni þar þá gat ég spilað hvar sem er. Ég vildi sanna að ég gæti spilað í frönsku úrvalsdeildinni og ég held ég hafi gert það.“ „Chalons-Reims var gott skref fyrir ferilinn minn, frekar en að fara í betra lið og verða fastur á bekknum eftir einn eða tvo slæma leiki.“ „Þrátt fyrir að vera enn ungur þá vildi ég sanna mig sem leiðtogi. Ég ólst upp í því hlutverki, gat alltaf skorað og deilt boltanum út á liðsfélagana. Vopnabúrið mitt er nokkuð fullkomnað í sókninni en ég þarf að vinna meira í varnarleiknum. Ég er sannfærður um að ég geti orðið góður varnarmaður.“ En hvert stefnir þessi frábæri landsliðsmaður? „Ég vil spila í EuroLeague og berjast um titla. Mér finnst eins og ég sé búinn með reynslutímann og vil taka næsta skref. Ég væri til í að fara í betri deild eða stærra félag með meiri pressu, einhvert þar sem það er krafa að komast í úrstliakeppni. Draumurinn er að spila í úrslitum EuroLeague og svo þaðan í NBA, eins og hjá öllum körfuboltamönnum.“ Talið barst undir lokin í átt að íslenska landsliðinu. Eftir að ná inn á EuroBasket tvö ár í röð er Ísland aðeins að koma sér á kortið og sigrarnir tveir í undankeppni HM í lok síðasta árs gáfu liðinu mikið. „Við erum alltaf að fá meiri virðingu. Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum á Íslandi sem gætu náð langt. Eftir EM í fótbolta 2016 fóru allir að tala um Ísland. Nú tekur fólk víkingaklappið hvert sem ég fer. Ég veit ekki hvort það hafi hjálpað íslenskum körfubolta en fólk veit allavega hvar Ísland er.“ „Það er erfitt að fara á EuroBasket og vinna ekki leik í keppninni. Það er sárt, en við munum halda áfram. Ég ætla að vinna leik á EuroBasket áður en ég hætti,“ sagði Martin Hermannsson. Viðtalið endaði á því að þjálfari Martins, Cedric Heitz, var spurður um álit á leikmanninum. Þar sagði hann að félagið myndi gera sitt allt fyrir Martin og bjóða honum stærsta samning í sögu félagsins í sumar, en samningur Martins rennur út í sumar.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin maður leiksins í dramatískum sigri Martin Hermannsson var valinn maður leiksins er Châlons-Reims vann þriggja stiga sigur, 87-84, á Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 12. maí 2018 20:18 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Martin maður leiksins í dramatískum sigri Martin Hermannsson var valinn maður leiksins er Châlons-Reims vann þriggja stiga sigur, 87-84, á Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 12. maí 2018 20:18
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum