Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2018 14:40 Frá mótmælunum í dag þar sem Palestínumenn hafa kveikt í dekkjum en Ísraelsher hefur skotið á þá. vísir/ap Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Þá hefur BBC eftir yfirvöldum í Palestínu að að minnsta kosti 1800 manns hafi særst í átökunum. Talið er að um fjörutíu séu alvarlega slasaðir og á meðal þeirra sem hafa verið drepnir í mótmælunum er 14 ára drengur. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan 13 að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Það var í desmber í fyrra sem Trump tilkynnti um ákvörðun sína að opna sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael. Ákvörðunin er afar umdeild þar sem bæði Palestínumenn og Ísraelar gera tilkall borgarinnar; þeir fyrrnefndu líta á austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg sína og hinir síðarnefndu telja borgina einfaldlega sína höfuðborg.Benjamin Netanyahu, Jared Kushner og Ivanka Trump við opnun sendiráðsins í dag.vísir/apSagði Ísrael fullvalda ríki sem megi ákveða hvar það hefur sína höfuðborg Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna með ákvörðuninni um sendiráð í borginni. David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, bauð gesti á opnuninni velkomna og hrósaði Trump fyrir hugrekki og skýra sýn varðandi það að opna sendiráð í Jerúsalem. Þá þakkaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Trump fyrir og sagði að hann hefði skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Trump var sjálfur ekki viðstaddur opnun sendiráðsins en sendi myndband með skilaboðum sem spilað var á staðnum. Sagði hann að loksins væri komið að þessu og minntist á það að Ísrael væri fullvalda ríki sem mætti sjálft ákveða hvar höfuðborg þess væri. Þá benti hann á að ríkisstjórn Ísrael er með aðsetur í Jerúsalem sem og hæstiréttur landsins.Gríðarlegur fjöldi Palestínumanna hefur mótmælt í dag og er talið að um 1800 manns hafi slasast.vísir/apÁhyggjufullur vegna þess hve margir hafa fallið Ísraelsher segir að um 35 þúsund Palestínumenn taki þátt í „ofbeldisfullum mótmælum“ á Gaza við öryggisgirðinguna sem markar landamæri svæðisins og Ísrael. Segir herinn að tilgangur mótmælanna sé rjúfa gat í girðinguna og ráðast inn í ísraelsk samfélög hinu megin við hana. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aðgerðir Ísraelshers á Gaza í dag og segja að verið sé að brjóta alþjóðalög og mannréttindi á svæðinu. Þá sagði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, við blaðamenn í Vín í Austurríki að hann væri áhyggjufullur vegna þess hve margir hafa verið drepnir í mótmælunum.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hæstánægður með sendiráðið í Ísrael ef marka má orð hans í dag.vísir/getty„Einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann“ Eftir að opnunarathöfn sendiráðsins var lokið sendi Hvíta húsið frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að viðurkenning Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þýddi ekki að viðræður um framtíðarstöðu borgarinnar væru komnar á endastöð. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að með ákvörðuninni standi Trump við loforð sem hann gaf og að hann sé að „einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann.“ Byggt á fréttum og textalýsingumGuardian og BBC. Donald Trump Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Þá hefur BBC eftir yfirvöldum í Palestínu að að minnsta kosti 1800 manns hafi særst í átökunum. Talið er að um fjörutíu séu alvarlega slasaðir og á meðal þeirra sem hafa verið drepnir í mótmælunum er 14 ára drengur. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan 13 að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Það var í desmber í fyrra sem Trump tilkynnti um ákvörðun sína að opna sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael. Ákvörðunin er afar umdeild þar sem bæði Palestínumenn og Ísraelar gera tilkall borgarinnar; þeir fyrrnefndu líta á austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg sína og hinir síðarnefndu telja borgina einfaldlega sína höfuðborg.Benjamin Netanyahu, Jared Kushner og Ivanka Trump við opnun sendiráðsins í dag.vísir/apSagði Ísrael fullvalda ríki sem megi ákveða hvar það hefur sína höfuðborg Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna með ákvörðuninni um sendiráð í borginni. David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, bauð gesti á opnuninni velkomna og hrósaði Trump fyrir hugrekki og skýra sýn varðandi það að opna sendiráð í Jerúsalem. Þá þakkaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Trump fyrir og sagði að hann hefði skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Trump var sjálfur ekki viðstaddur opnun sendiráðsins en sendi myndband með skilaboðum sem spilað var á staðnum. Sagði hann að loksins væri komið að þessu og minntist á það að Ísrael væri fullvalda ríki sem mætti sjálft ákveða hvar höfuðborg þess væri. Þá benti hann á að ríkisstjórn Ísrael er með aðsetur í Jerúsalem sem og hæstiréttur landsins.Gríðarlegur fjöldi Palestínumanna hefur mótmælt í dag og er talið að um 1800 manns hafi slasast.vísir/apÁhyggjufullur vegna þess hve margir hafa fallið Ísraelsher segir að um 35 þúsund Palestínumenn taki þátt í „ofbeldisfullum mótmælum“ á Gaza við öryggisgirðinguna sem markar landamæri svæðisins og Ísrael. Segir herinn að tilgangur mótmælanna sé rjúfa gat í girðinguna og ráðast inn í ísraelsk samfélög hinu megin við hana. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aðgerðir Ísraelshers á Gaza í dag og segja að verið sé að brjóta alþjóðalög og mannréttindi á svæðinu. Þá sagði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, við blaðamenn í Vín í Austurríki að hann væri áhyggjufullur vegna þess hve margir hafa verið drepnir í mótmælunum.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hæstánægður með sendiráðið í Ísrael ef marka má orð hans í dag.vísir/getty„Einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann“ Eftir að opnunarathöfn sendiráðsins var lokið sendi Hvíta húsið frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að viðurkenning Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þýddi ekki að viðræður um framtíðarstöðu borgarinnar væru komnar á endastöð. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að með ákvörðuninni standi Trump við loforð sem hann gaf og að hann sé að „einfaldlega að viðurkenna raunveruleikann.“ Byggt á fréttum og textalýsingumGuardian og BBC.
Donald Trump Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17
Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33