Er fólk með fíknsjúkdóm afgangsstærð? Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 15. maí 2018 07:00 Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar