Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi voru göngumennirnir skammt frá þeim stað fjallsins þar sem það byrjaði að spúa ösku og gufum upp í fimm kílómetra hæð en Merapi er þekkt eldfjall. Árið 2010 gaus fjallið og létust þá um 300 manns.
Í eldgosinu nú var íbúum sem búa í fimm kílómetra radíus við fjallið gert að yfirgefa heimili sín þegar eldgosið byrjaði.
Göngumennirnir sem voru að útbúa morgunmatinn á föstudag komust svo heilir á húfi niður af fjallinu, auk annarra göngumanna sem voru á Merapi en þeir voru alls um 120. Það var göngumönnunum til happs sem sjást í myndbandinu að vindur blés í suður burtu frá mönnunum.