Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 13:22 Gagnrýnendur Trump-stjórnarinnar saka hana um að sitja á mikilvægum rannsóknarniðurstöðum af pólitískum ástæðum. Vísir/AFP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna og ríkisstjórn Donalds Trump forseta lögðust gegn því að vísindarannsókn á vatnsmengun yrði birt opinberlega vegna þess að hversu vandræðalegar niðurstöðurnar yrðu fyrir stjórnina. Rannsóknin hefur enn ekki verið birt opinberlega. Skrifstofa eiturefna og sjúkdómaskráningar heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna (ATSDR) hugðist birta niðurstöður nýrrar rannsóknar á eiturefnum sem hafa fundist í vatnsbólum nærri herstöðvum og efnaverksmiðjum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim eru efnin skaðleg heilsu manna í mun lægri styrk en Umhverfisstofnunin hefur áður talið öruggan.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið og Umhverfisstofnunin (EPA) hafi reynt að koma í veg fyrir að niðurstöðurnar yrðu birtar opinberlega. Það vitnar til tölvupósta á milli starfsmanna Hvíta hússins og EPA þar sem þeir lýsa ótta við viðbrögð almennings, þingmanna og fjölmiðla við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Áhrifin á EPA og [varnarmálaráðuneytið] verða gríðarlega sársaukafull. Við virðumst ekki geta komið ATSDR í skilning um þá mögulegu almannatengslamartröð sem þetta verður,“ skrifaði einn starfsmaður Hvíta hússins í janúar.Hagsmunaaðilum raðað í embætti og ráð Rannsóknin hefur enn ekki verið birt, rúmum þremur mánuðum síðar. ATSDR segir Politico að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvenær rannsóknin verður birt og óskað verður eftir athugasemdum almennings. Tveir þingmenn demókrata úr ríkjum þar sem vatnsmengunarinnar hefur orðið vart fordæma framferði ríkisstjórnar Trump. Þeir krefjast þess að niðurstöðurnar verði birtar nú þegar. „Fjölskyldur sem hafa orðið fyrir nýjum mengandi efnum í drykkjavatni sínu eiga rétt á að vita um heilsufarsafleiðingarnar og að halda slíkum upplýsingum frá almenningi ógnar öryggi, heilsu og þrótti samfélag um allt land,“ segir Maggie Hassan, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Hampshire. Scott Pruitt, forstjóri EPA, hefur verið gagnrýndur fyrir að raða fulltrúum iðnaðarfyrirtækja og annarra hagsmunaaðila í embætti og ráð á vegum stofnunarinnar frá því að hann tók við henni í fyrra. Þannig hefur Pruitt skipt út fulltrúum í ýmsum vísindamannaráðum EPA og sett inn fleiri fulltrúa iðnaðar. Þá ákvað hann nýlega að EPA myndi héðan í frá ekki taka tillit til ákveðinna tegunda vísindarannsókna þar sem ekki er hægt að birta öll gögn opinberlega. Það útilokar að stofnunin byggi ákvarðanir sínar á lýðheilsurannsóknum um áhrif mengunar á heilsu fólks vegna þess að þær grundvallast oft á sjúkraskrám sjúklinga sem ekki má birta opinberlega vegna persónuverndarsjónarmiða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent