Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 16:28 Scott Pruitt (t.v.) hefur verið dyggasti fótgönguliði Trump forseta í að rifta umhverfisreglugerðum. Það er talið hafa bjargað honum fram að þessu frá skugga spillingarmála af ýmsu tagi. Vísir/AFP Á sjötta hundrað félagsmanna í Vísindaakademíu Bandaríkjanna skrifa undir yfirlýsingu sem þeir birtu í gær þar sem þeir saka ríkisstjórn Donalds Trump um að „sverta vísindalega sérfræðiþekkingu og áreita vísindamenn“. Sérstaklega gagnrýna þeir ríkisstjórnina fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Ríkisstjórn Trump hefur stigið markviss skref til þess að fella úr gildi og hætta við reglugerðir sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum auk fjölda annarra umhverfisreglugerða. Þá hafa ýmsar ríkisstofnanir og ráðuneyti eytt öllum tilvísunum í loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun af vefsíðum sínum. Sú stefna byggist á höfnun leiðtoga Repúblikanaflokksins á vísindalegum staðreyndum um hnattræna hlýnun af völdum manna. Trump sjálfur hefur kallað loftslagsbreytingar „gabb“ á vegum kínverskra stjórnvalda. Hann ákvað í fyrra að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þegar það verður hægt árið 2020.Hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna Vísindamennirnir sem skrifa undir yfirlýsinguna krefjast þess að bandarísk stjórnvöld móti stefnu sína aftur á vísindalegum grundvelli. Alríkisstjórnin ætti einnig að halda vísindalegu efni á vefsíðum sem eru aðgengilegar almenningi og að skipa hæft fólk í stöður sem krefjast vísindalegrar sérþekkingar. „Höfnun vísindalegra staðreynda við stefnumótun hefur haft áhrif á vítt svið félags-, líf-, umhverfis og raunvísinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja vísindamennirnir 475 að ríkisstjórnin hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna sem vinna fyrir alríkisstjórnina og að ákvörðuninni um að hætta við Parísarsamkomulagið verði snúið við. Þetta er annað árið í röð sem stór hópur félaga í Vísindaakademíunni sendir slíka yfirlýsingu frá sér vegna framferðis Trump-stjórnarinnar. Í fyrra skrifuðu 375 vísindamenn undir sambærilega yfirlýsingu þar sem þeir vöruðu við hættunni sem fylgdi því að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu.Auglýsing þar sem gert er grín að Pruitt, forstjóra EPA. Hann leigði hjá málsvara hagsmunaaðila á vildarkjörum í Washington-borg. Hann hefur einnig verið sakaður um að fara frjálslega með fé skattborgara á skrifstofu sinni og á ferðalögum.Vísir/AFPTalsmaður kolaiðnaðar og lögfræðingur yfir Umhverfisstofnun Trump hefur í mörgum tilfellum tilnefnt fyrrverandi málsvara hagsmunaaðila til að gegna stöðum sem tengjast umhverfisvísindum. Þannig er Andrew Wheeler, sem nýlega var staðfestur í embætti sem aðstoðarforstjóri Umhverfisstofnunarinnar (EPA), fyrrverandi málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki. Wheeler gæti brátt orðið forstjóri EPA en núverandi forstjórinn Scott Pruitt er nú á kafi í ásökunum um ýmis konar spillingu. Pruitt var dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis þar sem hann höfðaði fjölda mála gegn EPA í samstarfi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann hefur gengið hart fram í að byrja að vinda ofan af reglum sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig fleiri reglum sem eiga að takmarka getu fyrirtækja til að losa mengandi efni út í náttúruna. Gætu þurft að hætta að styðjast við lýðheilsurannsóknir Nýjasta útspil Pruitt er tillaga að reglu sem myndi verulega takmarka getu Umhverfisstofnunarinnar til þess að byggja reglur sínar á vísindalegum rannsóknum. Samkvæmt reglunni sem Pruitt vill setja mætti stofnunin aðeins notast við rannsóknir þar sem undirliggjandi gögn eru opinber. Það myndi þýða að EPA gæti ekki nýtt rannsóknir sem byggjast á læknisfræðilegum gögnum um sjúklinga sem ekki má birta opinberlega. Þannig gæti stofnunin ekki lengur reitt sig á rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsl loftmengunar eða skordýraeiturs við skaðleg áhrif á heilsu manna. Pruitt segir að markmið reglunnar sé gegnsæi. Hún myndi þó ganga mun lengra en kröfu ritrýndra vísindarita þar sem ekki þarf að birta opinberlega sjúkraskýrslur sem rannsóknir á sviði lýðheilsu og umhverfis byggjast oft á. Hátt í þúsund vísindamenn skrifuðu undir yfirlýsingu á vegum Sambands áhyggjufulltra vísindamanna [e. Union of Concerned Scientists] í gær þar sem Pruitt var hvattur til þess að falla frá reglunni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna í Vísindaakademíu Bandaríkjanna skrifa undir yfirlýsingu sem þeir birtu í gær þar sem þeir saka ríkisstjórn Donalds Trump um að „sverta vísindalega sérfræðiþekkingu og áreita vísindamenn“. Sérstaklega gagnrýna þeir ríkisstjórnina fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Ríkisstjórn Trump hefur stigið markviss skref til þess að fella úr gildi og hætta við reglugerðir sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum auk fjölda annarra umhverfisreglugerða. Þá hafa ýmsar ríkisstofnanir og ráðuneyti eytt öllum tilvísunum í loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun af vefsíðum sínum. Sú stefna byggist á höfnun leiðtoga Repúblikanaflokksins á vísindalegum staðreyndum um hnattræna hlýnun af völdum manna. Trump sjálfur hefur kallað loftslagsbreytingar „gabb“ á vegum kínverskra stjórnvalda. Hann ákvað í fyrra að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þegar það verður hægt árið 2020.Hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna Vísindamennirnir sem skrifa undir yfirlýsinguna krefjast þess að bandarísk stjórnvöld móti stefnu sína aftur á vísindalegum grundvelli. Alríkisstjórnin ætti einnig að halda vísindalegu efni á vefsíðum sem eru aðgengilegar almenningi og að skipa hæft fólk í stöður sem krefjast vísindalegrar sérþekkingar. „Höfnun vísindalegra staðreynda við stefnumótun hefur haft áhrif á vítt svið félags-, líf-, umhverfis og raunvísinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja vísindamennirnir 475 að ríkisstjórnin hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna sem vinna fyrir alríkisstjórnina og að ákvörðuninni um að hætta við Parísarsamkomulagið verði snúið við. Þetta er annað árið í röð sem stór hópur félaga í Vísindaakademíunni sendir slíka yfirlýsingu frá sér vegna framferðis Trump-stjórnarinnar. Í fyrra skrifuðu 375 vísindamenn undir sambærilega yfirlýsingu þar sem þeir vöruðu við hættunni sem fylgdi því að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu.Auglýsing þar sem gert er grín að Pruitt, forstjóra EPA. Hann leigði hjá málsvara hagsmunaaðila á vildarkjörum í Washington-borg. Hann hefur einnig verið sakaður um að fara frjálslega með fé skattborgara á skrifstofu sinni og á ferðalögum.Vísir/AFPTalsmaður kolaiðnaðar og lögfræðingur yfir Umhverfisstofnun Trump hefur í mörgum tilfellum tilnefnt fyrrverandi málsvara hagsmunaaðila til að gegna stöðum sem tengjast umhverfisvísindum. Þannig er Andrew Wheeler, sem nýlega var staðfestur í embætti sem aðstoðarforstjóri Umhverfisstofnunarinnar (EPA), fyrrverandi málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki. Wheeler gæti brátt orðið forstjóri EPA en núverandi forstjórinn Scott Pruitt er nú á kafi í ásökunum um ýmis konar spillingu. Pruitt var dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis þar sem hann höfðaði fjölda mála gegn EPA í samstarfi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann hefur gengið hart fram í að byrja að vinda ofan af reglum sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig fleiri reglum sem eiga að takmarka getu fyrirtækja til að losa mengandi efni út í náttúruna. Gætu þurft að hætta að styðjast við lýðheilsurannsóknir Nýjasta útspil Pruitt er tillaga að reglu sem myndi verulega takmarka getu Umhverfisstofnunarinnar til þess að byggja reglur sínar á vísindalegum rannsóknum. Samkvæmt reglunni sem Pruitt vill setja mætti stofnunin aðeins notast við rannsóknir þar sem undirliggjandi gögn eru opinber. Það myndi þýða að EPA gæti ekki nýtt rannsóknir sem byggjast á læknisfræðilegum gögnum um sjúklinga sem ekki má birta opinberlega. Þannig gæti stofnunin ekki lengur reitt sig á rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsl loftmengunar eða skordýraeiturs við skaðleg áhrif á heilsu manna. Pruitt segir að markmið reglunnar sé gegnsæi. Hún myndi þó ganga mun lengra en kröfu ritrýndra vísindarita þar sem ekki þarf að birta opinberlega sjúkraskýrslur sem rannsóknir á sviði lýðheilsu og umhverfis byggjast oft á. Hátt í þúsund vísindamenn skrifuðu undir yfirlýsingu á vegum Sambands áhyggjufulltra vísindamanna [e. Union of Concerned Scientists] í gær þar sem Pruitt var hvattur til þess að falla frá reglunni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46