Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:10 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Myndin er tekin á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51
Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15