Áhrifin geta komið fram samstundis Dr. Kjetil Hindar skrifar 17. maí 2018 09:51 Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvíaeldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldislax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum. Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni. Í erfðafræðilegri greiningu á um 150 villtum laxastofnum í Noregi (um þrír fjórðu villtra stofna landsins) sýndi helmingur stofna afgerandi erfðafræðilegar breytingar vegna hrygningar strokufisks úr eldi. Enn fremur sýndu rannsóknir á meira en 4.000 fullorðnum villtum löxum úr 62 ám, að erfðaþættir úr eldisfiski höfðu valdið breytingum á mikilvægum eiginleikum villts lax á borð við hvenær fiskurinn verður kynþroska og hversu hratt hann vex. Meðal niðurstaða sérfræðingahóps sem var skipaður af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) árið 2016 var að: „Umtalsverð fækkun þarf að verða á strokufiski úr laxeldi, eða hefja þarf eldi á ófrjóum fiski, til að lágmarka áhrifin á náttúrulega stofna.“ Ef eldi í sjó við Ísland á að byggjast á stofni af norskum eldislaxi, myndi fyllstu aðgátar vera gætt ef notaður væri ófrjór fiskur í eldinu. Annar möguleiki er búnaður þar sem tryggt er að fiskur sleppur ekki. Ástæðan er sú að íslenskur lax er með aðra erfðafræðilega sögu en lax frá Noregi. Rétt er að geta þess að norsk yfirvöld hafa nýlega bannað innflutning á frjóum eldislaxi til Noregs nema hægt sé að sýna fram á að laxinn sé af hreinum erfðafræðilegum norskum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvíaeldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldislax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum. Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni. Í erfðafræðilegri greiningu á um 150 villtum laxastofnum í Noregi (um þrír fjórðu villtra stofna landsins) sýndi helmingur stofna afgerandi erfðafræðilegar breytingar vegna hrygningar strokufisks úr eldi. Enn fremur sýndu rannsóknir á meira en 4.000 fullorðnum villtum löxum úr 62 ám, að erfðaþættir úr eldisfiski höfðu valdið breytingum á mikilvægum eiginleikum villts lax á borð við hvenær fiskurinn verður kynþroska og hversu hratt hann vex. Meðal niðurstaða sérfræðingahóps sem var skipaður af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) árið 2016 var að: „Umtalsverð fækkun þarf að verða á strokufiski úr laxeldi, eða hefja þarf eldi á ófrjóum fiski, til að lágmarka áhrifin á náttúrulega stofna.“ Ef eldi í sjó við Ísland á að byggjast á stofni af norskum eldislaxi, myndi fyllstu aðgátar vera gætt ef notaður væri ófrjór fiskur í eldinu. Annar möguleiki er búnaður þar sem tryggt er að fiskur sleppur ekki. Ástæðan er sú að íslenskur lax er með aðra erfðafræðilega sögu en lax frá Noregi. Rétt er að geta þess að norsk yfirvöld hafa nýlega bannað innflutning á frjóum eldislaxi til Noregs nema hægt sé að sýna fram á að laxinn sé af hreinum erfðafræðilegum norskum uppruna.
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar