Áhrifin geta komið fram samstundis Dr. Kjetil Hindar skrifar 17. maí 2018 09:51 Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvíaeldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldislax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum. Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni. Í erfðafræðilegri greiningu á um 150 villtum laxastofnum í Noregi (um þrír fjórðu villtra stofna landsins) sýndi helmingur stofna afgerandi erfðafræðilegar breytingar vegna hrygningar strokufisks úr eldi. Enn fremur sýndu rannsóknir á meira en 4.000 fullorðnum villtum löxum úr 62 ám, að erfðaþættir úr eldisfiski höfðu valdið breytingum á mikilvægum eiginleikum villts lax á borð við hvenær fiskurinn verður kynþroska og hversu hratt hann vex. Meðal niðurstaða sérfræðingahóps sem var skipaður af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) árið 2016 var að: „Umtalsverð fækkun þarf að verða á strokufiski úr laxeldi, eða hefja þarf eldi á ófrjóum fiski, til að lágmarka áhrifin á náttúrulega stofna.“ Ef eldi í sjó við Ísland á að byggjast á stofni af norskum eldislaxi, myndi fyllstu aðgátar vera gætt ef notaður væri ófrjór fiskur í eldinu. Annar möguleiki er búnaður þar sem tryggt er að fiskur sleppur ekki. Ástæðan er sú að íslenskur lax er með aðra erfðafræðilega sögu en lax frá Noregi. Rétt er að geta þess að norsk yfirvöld hafa nýlega bannað innflutning á frjóum eldislaxi til Noregs nema hægt sé að sýna fram á að laxinn sé af hreinum erfðafræðilegum norskum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvíaeldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldislax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum. Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni. Í erfðafræðilegri greiningu á um 150 villtum laxastofnum í Noregi (um þrír fjórðu villtra stofna landsins) sýndi helmingur stofna afgerandi erfðafræðilegar breytingar vegna hrygningar strokufisks úr eldi. Enn fremur sýndu rannsóknir á meira en 4.000 fullorðnum villtum löxum úr 62 ám, að erfðaþættir úr eldisfiski höfðu valdið breytingum á mikilvægum eiginleikum villts lax á borð við hvenær fiskurinn verður kynþroska og hversu hratt hann vex. Meðal niðurstaða sérfræðingahóps sem var skipaður af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) árið 2016 var að: „Umtalsverð fækkun þarf að verða á strokufiski úr laxeldi, eða hefja þarf eldi á ófrjóum fiski, til að lágmarka áhrifin á náttúrulega stofna.“ Ef eldi í sjó við Ísland á að byggjast á stofni af norskum eldislaxi, myndi fyllstu aðgátar vera gætt ef notaður væri ófrjór fiskur í eldinu. Annar möguleiki er búnaður þar sem tryggt er að fiskur sleppur ekki. Ástæðan er sú að íslenskur lax er með aðra erfðafræðilega sögu en lax frá Noregi. Rétt er að geta þess að norsk yfirvöld hafa nýlega bannað innflutning á frjóum eldislaxi til Noregs nema hægt sé að sýna fram á að laxinn sé af hreinum erfðafræðilegum norskum uppruna.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar