Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 12:34 Lag ósons í heiðhvolfinu ver líf á jörðinni fyrir hættulegum útfjólubláum geislum sólar. Efni sem eyða ósoninu voru bönnuð á 9. áratugnum eftir að skaðleg áhrif þeirra urðu ljós. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47