Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 15:00 Óson í heiðhvolfinu ver yfirborð jarðar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Alþjóðlegt samkomulag var gert á 9. áratugnum til þess að snúa við eyðingu þess af völdum manna. Vísir/Getty Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur. Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur.
Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47