Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Robert Mueller hefur rannsakað Rússamálið undanfarið ár. Vísir/getty Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41
Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“