Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Robert Mueller hefur rannsakað Rússamálið undanfarið ár. Vísir/getty Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41
Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila