Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 21:23 Frá vettvangi í Santa Fe-framhaldsskólanum í dag. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51