ÍA enn með fullt hús stiga í Inkasso-deildinni Einar Sigurvinsson skrifar 18. maí 2018 21:45 Úr leik ÍA síðasta sumar vísir/andri Skagamenn eru enn með fullt hús stiga á toppi Inkasso-deildarinnar. Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð deildarinnar í kvöld. ÍA tók á móti Haukum á Norðurálsvellinum á Akranesi. Eftir hálftíma leik kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir og var staðan 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson bætti síðan við tveimur mörkum fyrir ÍA og kom Skagamönnum 3-0 yfir. Daði Snær Ingason náði að klóra í bakkann fyrir Hauka á 84. mínútu en þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir ÍA sem situr á toppi Inkasso-deildarinnar með níu stig af níu mögulegum. Fram sigraði Leikni 3-0 en leikurinn fór fram á Framvellinum í Safamýri. Helgi Guðjónsson kom Fram yfir á 21. mínútu og var staðan 1-0 fyrir þeim bláklæddu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það Guðmundur Magnússon og Orri Gunnarsson sem tryggðu Fram sigurinn. HK hafði betur gegn Selfossi. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og voru lokatölur 3-1 fyrir HK. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það skoraði Kári Pétursson fyrir HK. Bjarni Gunnarsson bætti síðan við öðru marki HK-inga skömmu síðar. Kristófer Páll Viðarsson minnkaði muninn fyrir Selfoss á 89. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Sigur HK var þó gulltryggður skömmu síðar með sjálfsmarki frá Kenan Turudija. Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið sótti öll stigin þrjú í Breiðholtið þar sem ÍR tók á móti þeim. Lokatölur 3-1 fyrir Þrótti. Ef að einungis korter hafði verið spilað af leiknum voru Þróttarar komnir tveimur mörkum yfir. Mörkin skoruðu þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson og Hreinn Ingi Örnólfsson. Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Guðfinnur Þórir Ómarsson muninn fyrir ÍR og staðan 2-1 fyrir Þrótt í leikhlé. Þróttarar héldu þó út og á 92. mínútu gulltryggði Jasper Van Der Heyden þeim öll stigin þrjú.Úrslit dagsins: ÍA - Haukar 3-1 Fram - Leiknir 3-0 HK - Selfoss 3-1 ÍR - Þróttur 1-3Upplýsingar fengnar af Fótbolta.net Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira
Skagamenn eru enn með fullt hús stiga á toppi Inkasso-deildarinnar. Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð deildarinnar í kvöld. ÍA tók á móti Haukum á Norðurálsvellinum á Akranesi. Eftir hálftíma leik kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir og var staðan 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson bætti síðan við tveimur mörkum fyrir ÍA og kom Skagamönnum 3-0 yfir. Daði Snær Ingason náði að klóra í bakkann fyrir Hauka á 84. mínútu en þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir ÍA sem situr á toppi Inkasso-deildarinnar með níu stig af níu mögulegum. Fram sigraði Leikni 3-0 en leikurinn fór fram á Framvellinum í Safamýri. Helgi Guðjónsson kom Fram yfir á 21. mínútu og var staðan 1-0 fyrir þeim bláklæddu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það Guðmundur Magnússon og Orri Gunnarsson sem tryggðu Fram sigurinn. HK hafði betur gegn Selfossi. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og voru lokatölur 3-1 fyrir HK. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það skoraði Kári Pétursson fyrir HK. Bjarni Gunnarsson bætti síðan við öðru marki HK-inga skömmu síðar. Kristófer Páll Viðarsson minnkaði muninn fyrir Selfoss á 89. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Sigur HK var þó gulltryggður skömmu síðar með sjálfsmarki frá Kenan Turudija. Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið sótti öll stigin þrjú í Breiðholtið þar sem ÍR tók á móti þeim. Lokatölur 3-1 fyrir Þrótti. Ef að einungis korter hafði verið spilað af leiknum voru Þróttarar komnir tveimur mörkum yfir. Mörkin skoruðu þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson og Hreinn Ingi Örnólfsson. Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Guðfinnur Þórir Ómarsson muninn fyrir ÍR og staðan 2-1 fyrir Þrótt í leikhlé. Þróttarar héldu þó út og á 92. mínútu gulltryggði Jasper Van Der Heyden þeim öll stigin þrjú.Úrslit dagsins: ÍA - Haukar 3-1 Fram - Leiknir 3-0 HK - Selfoss 3-1 ÍR - Þróttur 1-3Upplýsingar fengnar af Fótbolta.net
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Sjá meira