Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 09:39 Dimitrios Pagourtzis. Myndin var tekin við handtöku hans í gær. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23